föstudagur, mars 25, 2005

ufisk til Island

Hvaða bull er þetta í Mogganum. Hámarki fáránleikans náð, segi ég, og það eftir að Fischer-málið hefur komið í Fark. Hvað er að þessum fréttamanni?

Munum við sjá þig aftur við skákborðið? “Nei, alls ekki. Skákin er búin að vera, hún hefur verið steindauð mjög lengi. Það er öllu hagrætt í henni. Ég átti stóra skrá varðandi það um fyrsta einvígi Karpovs og Kasparovs en gyðingar stálu henni frá mér. Einnig geymdi móðir mín bækur og efni en gyðingar virðast hafa stolið þeim líka.”

Gyðingar, segir hann. Fischer er greinilega snar, karlgreyið, alveg fróðufellandi geðbilaður. Og fréttamaðurinn segir ekki neitt við þetta rugl. Bara þessi einkennilega ýkna hlutleysi, eða hvað maður ætti að kalla það. Spurningunni var örugglega varpað fram í sama dúr og þessari í lokin:

-Þú hefur látið þér vaxa skegg í varðhaldinu, ert eins og víkingur? “Það mun fjúka. Í fangelsi missir maður áhuga og nennu til að hafa fyrir hlutum á borð við að raka sig,” sagði Fischer að lokum.

Ég sé það alveg fyrir mér, eða heyri það öllu heldur: Ertu eins og víkingur? Arrr jú læk a wikink? Há dú jú læk Æsland? Já, þetta er grín allt saman, ekkert nema grín ... hah hah ... íslensk fyndni, ekkert slær hana.

Varla verður Fróni til sóma að þessi skákkonungur fyrrverandi kemur til landsins.

Engin ummæli:

 
Hvaðan þið eruð