föstudagur, desember 07, 2007

fákurinn

Í mánaljósi á ís yfir malbiki ég reið,
skrikuðu hjólin á snarpasta skeið;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi veginn að ríða.

Framhjólið spólaði, sporum fer úr,
spáði ég illu mér um þennan túr.
Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi veginn að ríða.

Snjókornin fauk yfir frostþakið golf;
fákurinn – andskotinn! – snerist á hvolf.
En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi veginn að ríða.


Bið afsökunar, Grímur.

Engin ummæli:

 
Hvaðan þið eruð