föstudagur, ágúst 13, 2010

vesturferðarvísur anno 2004

Harmur var Hrímgrundi
að halda frá
Ísafold yfirgefa
ástvini kveðja
Alþreytt á Manhattan
millilending
fyrsti áfanginn
yfirstaðinn.

Hún kom til landsins við Langey og keyrði úr Konungsfylki vestur til Manhattan-eyjar. Þar heyrðist karlmannsrödd kveða í haug einum við veginn:

Greenwich Village
Vesturbær
Staten Eyland
Austurbær
Bronx og Battery
Brooklyn, Queens
Harlem, Miðbær
Miklagarður.

Hún kvað á móti:

Sæll vertu Stuyvesant
stjóri borgar fyrrum
Pétur tréfótur
traustur hollendingur
Segðu mér af öllu
á eyjunni litlu
Hvað er að frétta
fræga bænum af?

Pétur tréfótur kvað á móti:

Bruna gummíbátar
á bylgjum árinnar
vopnaðir vélbyssum
vel útbunir
gamla miðborgin
morandi i löggum
öryggisástand
aukið mjög.

*

Engin ummæli:

 
Hvaðan þið eruð