mánudagur, júní 21, 2010

hulduskútan

Keyrandi norður úr Akureyri
sá ég skip prýtt rauðu segl;
Ég leit á þig og spurði
hvort þú sást það og.

Áratugi seinna eru línurnar loksins á rétta málinu. Ég man vel eftir því, að sjá skútuna við huldubyggðina á Eyjafirði. Aldrei að vita, aldrei að vita, þó það væri bjartur hásumarsdagur, sólskín og allt. Hvur veit, hvur veit.

Er hægt að vera ásthrædd eins og sumir eru guðhræddir? O, hvé mikið ég vildi trúa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það skyldi nú vera.

Vísan er góð.

sterna sagði...

Takk. Vísa er hún varla -- væru bara stuðlar! Fornir bragahættir eru bestir.

 
Hvaðan þið eruð