laugardagur, ágúst 04, 2007

þjóðargersimi

Á Kolaportinu:

Já, takk ... ég var að spá í Flateyjarbók hérna, en mér fannst hún svolítið dýr.

Dýr? Nú. Það finnst mér ekki.

Já, sko. Hún er ekki fágæti, þessi útgáfa.

Tja. Hún selst oft fyrir meira. Fyrir 16.000.

En þessi útgáfa hefur ekkert fræðilegt gildi.

Það eru fjögur bindi.

En það ekki ekki hægt að nota hana í neinu fræðilegu samhengi. Ólíkt til dæmis Heimskringlu hér, sem er útgáfa Finns Jónssonar og er notuð ennþá í dag. Og þær eru á sömu verð.

Báðar fyrir 16.000.

Mig vantar nefnilega ekki Heimskringlu.

Það er mjög sanngjörn verð.

Hún fýkur ekki burt úr hillunni heldur. Þessi hefur staðið hér í þrjú ár. Ég kem alltaf að öðru hvoru, og hún er alltaf hér.

Nei, nei. Þessi er ekki sú sama og fyrir þremur árum. Ég er búinn að selja eitt eintak á hverju ári í þrjú ár.

Er það, þá? (Hefði átt að segja: Þá er hún engin fágæti.)

Áttu Njálu?

Já.

Þessi er mjög skemmtileg útgáfa hér.

Já, og eldgömul. Vel þess virði að borga svona mikið fyrir útgáfuna frá um miðja 19. öld, sé maður nógu ríkur. En þessi Flateyjarbók er ekkert gömul.

Hún selst mjög oft fyrir 16.000.

Mm. Hvað með 8.000?

Segjum það, já.


(Sjitt. Hefði átt að bjóða 6.000.)

Engin ummæli:

 
Hvaðan þið eruð