miðvikudagur, september 14, 2005

oi bara

Bara Ijosmyndari for the New York Times
.
Eru þeir að grínast?

Bara Ijosmyndari for the New York Times.

Nei, því miður ... svona standa orðin fyrir neðan myndunum í greininni "Iceland Woos America with Lamb and Skyr." Ekki beint ljóðræn heldur, þessi fyrirsögn. En hvað um það. Og ég mun komast yfir það, að sjálfasta Times stafar Þrír Frakkar með P-i, þó að hneykslandi sé að blað blaðanna í BNA skyldi ekki einu sinni setja th í stað þórnsins.

En hitt er ansi ljót mistök.

Auk þess að við sitjum uppi með ýmsar spurningar: Hver tók þessar myndir?

Bára ljósmyndari, Einhversdóttir?

Eða bara ljósmyndari . . . bara einhver ljósmyndari . . . ?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara ljosmyndari for the New York Times can be confusing and ugly for someone who understands Icelandic for at least one more reason. 'Why do they mix Icelandic and English by using for instead of fyrir ?' was my initial, puzzled reaction when reading this (being sleepy and hardly awake didn't help). The lack of accents makes this even worse. It took me a bit of time to realize that Bara ljosmyndari probably refers to Ljósmyndastofa Báru or something similar. And looking closely, there is an I (capitalized i) in ljosmyndari (accidentally discovered via copy-paste).

Replacing Þ with P was known to happen outside of Iceland back in the days of typewriters. Apparently it still does.

V/B

sterna sagði...

Ah-hah! Búið er að laga ... sumt. Ljósmyndarinn heitir Bára Kristinsdóttir. Frakkarnir þrír líta þó enn skryngilega út.

Ég er líka nokkuð vön því að sjá P í stað Þ-sins, en ekki síður er það skammarlegt.

 
Hvaðan þið eruð