Ferleg kjúklingalykt í stigaganginum í morgun. Steiktur kjúklingur með raspi.
Þegar fólk býr þétt safnast ýmiskonar eldhúsilmar á ýmsum stöðum í húsinu og hver og einn segir sína sögu um matarvanir fjöldskyldanna. Í sumum blokkum búa einungis rammislenskt fólk: ýsulykt, pönnukakalykt, laufabrauðslykt, lambalærislykt og á Þórláksmessu skötulykt. Í öðrum búa nýbúar meðal þeirra gömlu og lykin ber með sér vott um sóju, karrí, allskonar framandi. Það er gott. Það er fjölbreytari. Maður vill ekki búa í fuglaberg með sama lyktina í nesborunum alla daga: sandsíli, sandsíli, sandsíli, sandsíli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli