Blaðið er alla vega búið að láta prenta orðið klikkaður í samhengi við manninn ummælta, en að vísu er orðabragðið haft eftir bandarísku blaði einu, Brockton Enterprise. Merkilegt hvaða varalega er farið í þessu. Fréttamaðurinn hlýtur að hafa verið með á þessum fundi á Hótel Loftleiðum 25. mars 2005, ásamt "flestum helstu fjölmiðlum heims."
Flestir helstu fjölmiðlar heims fjölluðu um blaðamannafund Bobbys Fischers á Hótel Loftleiðum í gær og öfgafullar yfirlýsingar hans um bandarísk stjórnvöld og gyðinga. Í bandarískum fjölmiðlum
er reynt að varpa á það ljósi hvers vegna Íslendingar ákváðu að veita Fischer ríkisborgararétt og kemur sú skoðun fram, að hugsanlega muni Íslendingar innan skamms sjá eftir þessari greiðvikni sinni.
Flestir helstu fjölmiðlar heims fjalla um fundinn, en íslenskir fjölmiðlar fjalla um hina fjölmiðla. Allt er haft eftir þeim. Blöð í BNA voga að gefa í skin að Íslendingar muni sjá eftir því að hafa veit Fischer ríkisborgarétt og hæli; Mogginn kemst hjá því að segja orð um þetta mál. Oss dettur í hug snilld Snorra í Gylfaginningu, þar sem hann lætur í munn Ásanna frá Tróju allar skröksögurnar sem honum er illt við að segja okkur eigin rómi. En við vitum hvers vegna Snorri gerir það. Hann er kristinn maður, mistrúaður eftir aðstæðum, kannski, en samt kristinn maður, og það má alls ekki leggja trú á sögum af Óðni og Þór. En hvað er málið við Moggann?
Enn fremur:
Á maður að hafa áhyggjur af eftirfylgjandi? Í Mogganum stendur að í Brockton Enterprise standi að:
Nokkuð nákvæmlega er haft eftir greininni í Brockton Enterprise. Þar stendur:Fischer hafi m.a. lýst því yfir að Bandaríkjunum sé stjórnað af gyðingum og að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sé stríðsglæpamaður sem eigi að hengja.
Born of a Jewish mother, Fischer is virulently anti-Semitic, uttering such silliness as, "America is totally under the control of the Jews" in an interview five years ago. Fleeing Japan Thursday, he called President Bush a war criminal who "should be hung."
Vér getum ekki kvartað mikið yfir þýðinginni; hún er ágæt, þrátt fyrir það, að blaðamaðurinn hefur ekki nennt að skjóta inn orð sem sambærilegt væri við "such silliness." En hvað um það; Mogginn er yfir því hafinn, ef til vill.
Ekki síður hvarflar á oss að efnið er aðeins öðruvísi í ólíkum samhengjum, bandarískum og íslenskum. Frasinn "Bush er stríðsglæpamaður" hljómar ekki sérlega hneykslandi á íslensku, í íslensku samhengi. Bush nýtur ekki vinsæld á Fróni og hefur aldrei gert það. Og þó að Brockton-blaðið er gefið út í Massachusetts, sem kaus Kerry, hljómar "war criminal" mun öfgafullara þar, á ensku, í bandarísku blaði.
Með því að þýða þetta hugmyndapar beint yfir, tvennt sem sýnir hvernig Fischer, meinti geðsjúklingurinn, hugsar í dag, leyfir Mogginn okkur að hugsa að hugmyndirnar tveggja eru af sama tagi, jafn öfgafullar eða jafn hugsanlegar: "BNA er stjórnað af gýðingum" og "Bush er stríðsglæpamaður." Orðum á borð við "silliness" er sleppt, og allt í einu er það, að BNA er stjórnað af gýðingum, jafnhugsanlegt og það, að Bush er stríðsglæpamaður.
Oss líst ekki á það, að sjá einhvern dag stóran hóp mótmælanda á Lækjartorgi, jafnstóran og þeir sem mótmælt hafa Bush einmitt sem stríðsglæpamann eða a.m.k. eitthvað þvílíkt, með fána og dót og kjörorð sem sýna að þetta fólk heldur að BNA sé stjórnað af gýðingum.
Þetta er rugl, og það ætti að standa í Mogganum að það sé rugl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli