þriðjudagur, febrúar 15, 2005

draumur

Mig dreymdi í nótt að maður kom til mín, vel limaður og í dökkum klæðum. Var hann leitandi á svip. Mér þótti hann spyrja: Hvernig er ég?

Veistu það ekki sjálfur? spurði ég á móti.

Ég er svo gleyminn, þótti mér hann svara.

Ég skal segja þér, sagði ég. Og kvað ég svo:
Headed like a snake
Necked like a drake
Footed like a cat
Tailed like a rat
Sided like a bream
Chined like a beam.


Svoleiðis, þótti mér hann segja.

Svo sneri hann í brott og í því vaknaði ég. Mér þóttist sjá svip hans er hann fór.

Þá var dagmál og bjart. Heyrðist hundur gelta úti.

Engin ummæli:

 
Hvaðan þið eruð