Skyldi grafa Bobby Fischer í þjóðgrafreitnum á Þingvöllum? Hvað gengur að fólki?
Var Fischer þjóðarhetja? Hvað gerði hann fyrir þjóðina á borð við skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson? Var hann yfirhöfuð Íslandsvinur? Af því að hann er orðinn eins konar eilífur konungur skáksins?
Ég efist um það, að Ísland hafi gott af því, að annar konungur mygli í jörð Frónsins. Hrærekr réði í Heiðmörk fyrr en Óláfr helgi blindaði hann og sendi til Íslands, sér til öryggis. Sagan segir (Óláfs saga helga í Heimskringlu, K 85) að sá einn konungr hvíli á Íslandi.
Hrærekr var ekki Íslandsvinur frekar en Fischer var, bara óvinur aðrar þjóðar, einmitt eins og Fischer. Hann var ekkert merkilegur sem maður þó að hann hefði verið konungur í Heiðmörk; Fischer var ekkert betri manneskja þó að hann hefði verið konungur á skákborðinu. Hrærekur varð blindur og illur meðan Fischer varð illur og blindur á annan hátt, siðblindur, og gyðingahatur streymdi upp úr honum í áratugir.
Samkvæmt Landinu þínu Íslandi var Hrærekur heygður nálægt Kirkjubæjarklaustri. Ég hef komið þar og séð hauginn. Hann er ekki mikill og ekki höfðingjalegur í laginu. Mér finnst það passa ágætlega.
Mér er eiginlega sama þó Fischer verði grafinn á Íslandi. Láta hann fá reit, venjulegan reit einhvern stað. Hann tók sinn hlut af merkilegum reitum meðan hann teflði gegn Kasparov. Nú er það búið. Gröfum hann og gleymum.
mánudagur, janúar 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sammála, hugmyndin um að jarða hann á Þingvöllum er einhver vitlausasta hugmynd sem ég hef lengi séð. Hann var stórkostlegur skákmaður, líklega sá besti fyrr og síðar, en margar aðrar hliðar hans voru hinsvegar ekki sérlega geðfelldar.
Sem betur fer leysti Fischer sjálfur vandamálið varðandi legstaðinn bæði óvænt og vel.
V/B
Merkilegt, alveg.
Skrifa ummæli