Ég nefndi bara í gær tilhneigingu íslendinga til að leyfa sér að hneykslast yfir nöfnum á flugeldum, vörum handa krökkum sem kenndar er við bardaga og brennur. Rætt var um einmitt það í kaffistofunni í morgun. Hneykslun er skiljanleg. Margir Frónsbúar eru ánægðir með það (og jafnvel mjög stoltir af því) að Ísland hefur lengi verið afar friðsamt land á heimsmælikvarða.
Þetta þjóðareinkenni endurspeglast einnig í sýningu Þjóðminjasafnsins nýopnaða. Þar stendur til sýnis togvíraklippur úr þorskastríðunum. Því er lýst sem 'sennilega eina vopnið sem íslendingar hafa fundið upp.'
Það er svo sem rétt. Hvorki hafa íslendingar fundið upp margt hvað varðar hernaðarbúnað né farið oft út í stríð í venjulegu merkingu þess orðs. Ekki að þeir hefðu getið það heldur, en það er annað mál. Nei, í núverandi samhengi ætla ég að benda á eitt atriði sögulegt og síðan segja það gott í bili.
Ég veit ekki hvar þessir flugeldar, kenndir við gamla hermenn og forna bardaga, eru framleiddir, hér á landi eða úti, né hvaðan öll hráefni í þá koma, á þessari hnattvæðingaröld. En með púðurslyktina í nösunum á gamlaárskvöld kemst ég ómögulega hjá því að muna það, að fallbyssur Evrópu hefðu varla eins mannskæðar verið án brennisteins frá Mývatni. Íslendingar fundu ekki upp byssur og byssupúður, en íslenskur brennisteinn varð örugglega banamein mun fleiri víða um heim heldur en dóu í öllum orrustum Sturlungaaldar.
Hvort þetta sé fagnaðartilefni, þetta íslenska hlutverk í styröldum meginlandsins, er önnur spurning, en ég hef ekki heyrt neinn láta eftir sér að minnast á það, hvað þá hneysklast yfir því, í sambandi við þessa, hinni mestu sprengingarhátíð.
fimmtudagur, desember 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli