laugardagur, desember 02, 2006

kvæði

Dastu í draumana,
dagmálsvitjun,
fræðagarpur gamli.
Var ljúft að sjá þig;
Sit ég nú og rifja upp
minningar mínar:

Vakandi vorum við
vinir að spjalla
Hart haust úti
Lengi fram á nótt
nutum tals
Kaldur klaki úti

Alltaf bjóstu mér
botnlausa gestrisni
viskí og viskuna
Gafstu mér, gestinum,
gjafir bestar
vín þitt og vináttu

Sólin sekkur og
saknað er þín
Vaknar vetur
Máninn merlar,
man ég allt:
hlógum við og hátt.

Lykur kvæði mínu
með kveðjum öllum góðum
Nú hef ég hestaskál -
En viltu segja mér sögu
einu sinni enn,
kæri karlinn minn,
kæri karlinn minn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott...mjög flott...

 
Hvaðan þið eruð